spot_img
HomeFréttirSigurganga Hauka stöðvuð (Umfjöllun)

Sigurganga Hauka stöðvuð (Umfjöllun)

23:55

{mosimage}
(Fögnuður Hamarsstúlkna voru mikill í leikslok)

Hamar batt enda á sigurgöngu Hauka í Iceland Express-deild kvenna með góðum 54-61 sigri. Er þetta í fyrsta sinn sem að Hamar sigrar Hauka í meistaraflokks kappleik frá því að Hvergerðingar sendu lið í keppni í meistaraflokk og eru þá leikir liðanna í neðri deild taldir með. Engu að síður fengu Haukar afhendan deildarbikarinn í leikslok og voru því tvö lið sem fögnuðu þegar leikurinn var á enda.

Leikurinn var í járnum frá fystu mínútu. Hamar leiddi allan fyrri hálfleik og var lítið skorað. Hamar leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhluta 15-16 og má segja að gæði leiksins hafi bitnað á varnarleik beggja liða sem var virkilega þéttur.

Það var ekki fyrr en á lokasekúndu fyrri hálfleiks sem að Haukar komust yfir en Slavica Dimovska fékk þriggjastiga skot ein og óvölduð og tryggði Haukum þriggja stiga forystu í hálfleik, 30-27. Ari Gunnarsson, þjálfari Hamars, var ekki sáttur með sínar stúlkur þegar Slavica skoraði körfuna enda minnugur frá síðustu viðureign þessa liða á Ásvöllum þegar flautukarfa leikstjórnands knáa langt fyrir utan þriggja-stiga línuna tryggði Haukum sigur.

Fram að því hafði Hamar leitt allan leikinn en þó ekki með meira en þriggja stiga mun.

Þessi endir á fyrri hálfleik virtist kveikja í Haukaliðinu og héldu þær áfram að sækja í sig veðrið. Heimastúlkur komust sjö stigum yfir og á sama tíma virkaði það á mann að uppgjöf væri komin í Hamarsstúlkur. Svo var nú ekki. Hamar sótti aftur í sig veðrir staðráðnar í því að hleypa Haukum ekki of langt frá sér og minnkuðu muninn í eitt stig áður en að leikhlutanum lauk, 46-45.

{mosimage}

Hamar sótti í sig veðrið í fjórða leikhluta og var níu stigum yfir þegar innan við mínúta var eftir. Haukar fóru í sókn og skoruðu og stálu svo boltanum strax aftur og settu hann niður. Þarna var munurinn aðeins fimm stig og Hamar fór í sókn. Aftur stálu Haukastelpur boltanum og reyndu þriggjastigaskot þegar 27 sekúndur voru eftir. Boltinn rúllaði af hringnum, Hamar náði frákastinu og Haukar brutu. Því miður fyrir Hauka var orðið of seint að reyna að stela sigrinum og Hamar sigraði verðskuldaðan sigur 54-61.

{mosimage}

Stúlkurnar í Hamri voru svo staðráðnar í að vinna leikinn enda með það í hausnum að aldrei áður hafa þær sigrað Haukaliðið. Það var þeirra neisti og á meðan var Haukaliði ekki sannfærandi og gerði alltof mikið af mistökum.

Julie Demirer var sterk fyrir Hamar en hún skorði 22 stig, reif niður 18 fráköst og stal 5 boltum. Lakista Barkus var með 21 stig og 8 fráköst.

Hjá Haukum var Monika Knight atkvæðamest með 15 stig. Slavica Dimovska og Kristrún Sigurjónsdóttir voru langt frá sínu besta en Slavica var með 13 stig og Kristrún einungis með 6.

Myndir: [email protected]

[email protected]

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -