8:25
{mosimage}
Bikarúrslit yngri flokka halda áfram í dag og hefjast klukkan 10 í Toyotahöllinni í Keflavík. Fjórir leikir fara fram í dag og eru það stúlkurnar í 9. flokki Keflavíkur og Njarðvíkur sem ríða á vaðið, klukkan 12 leika svo Njarðvík og KR í 10. flokki drengja, klukkan 14 Njarðvík og Keflavík b í stúlknaflokki og klukkan 16 Skallagrímur og Fjölnir í drengjaflokki.
Í gær fóru fram fimm bikarúrslitaleikir og eignuðust Keflavík og KR sitthvora tvo titlana en Fjölnismenn tóku einn titil.
Hægt er að fylgjast með leikjunum í Live stat hjá KKÍ.