15:47
{mosimage}
Jóhann Árni Ólafsson og félagar eru komnir einir á topp þýsku Pro B deildarinnar eftir öruggan 90-72 sigur á SOBA Dragons Rhöndorf á laugardag. Fyrir leikinn voru liðin jöfn á toppi deildarinnar en nú eru Merlins einir á toppnum með 18 sigra og 4 tapleiki.
Sigurinn kom á útivelli þar sem Jóhann Árni var í byrjunarliðinu og gerði 4 stig í leiknum, tók 3 fráköst og var með 2 stoðsendingar á rétt rúmum 16 mínútum í leiknum. Staða Merlins er orðin ansi vænleg í þýsku deildinni en tvö lið halda upp í Pro A deildina en engin úrslitakeppni er í Pro B deildinni í Þýskalandi.