9:54
{mosimage}
Það er svo sannarlega spenna á öllum vígstöðum í Iceland Express deild karla, nú þegar tvær umferðir eru eftir. Við ætlum nú að reyna að gera fólki grein fyrir hvaða möguleikar eru í boði.
Byrjum á KR, þeir eiga eftir að mæta Skallagrím út og Þór heima. Þeir þurfa einn sigur til að landa deildarmeistaratitlinum og heimaleikjarétti alla leið.
Grindavík á eftir að taka á móti FSu og heimsækja ÍR. Þeir þurfa að vinna báða leiki sína og treysta á að KR tapi báðum sínum til að ná deildarmeistaratitlinum af KR.
Snæfell á eftir að fara í Garðabæinn og heimsækja Stjörnuna og taka á móti Njarðvík. Þeir hafa nú þegar tryggt sér þriðja sætið og geta ekki náð öðru sætinu.
Keflavík á eftir að fara í Síkið og leika gegn Tindastól en taka svo á móti Skallagrím í síðustu umferð. Til að hafa þetta í eigin höndum þurfa þeir að vinna báða leikina, fari svo að þeir tapi einhverjum leik þá verða þeir að treysta á að Njarðvík tapi jafnmörgum leikjum.
Njarðvík fær Breiðablik í heimsókn og heldur svo í Hólminn og etur kappi við Snæfell. Eins og fyrr segir geta þeir náð heimaleikjaréttinum af Keflavík en til þess þurfa þeir að treysta á að Keflavík tapi a.m.k. einum leik og þá þarf Njarðvík að vinna tvo, tapi Keflavík báðum dugir Njarðvík einn sigur. Fari hins vegar svo að Njarðvík tapi báðum leikjum sínum og ÍR vinni báða sína þá kemst ÍR uppfyrir Njarðvík.
ÍR ingar heimsækja Þór í næstu umferð og taka svo á móti Grindavík. Eins og fyrr segir geta þeir komist upp fyrir Njarðvík með því að sigra báða leiki sína og Njarðvík tapar báðum sínum. Vinni ÍR báða leiki sína enda þeir aldrei neðar en í 6. sæti, geta náð því 5. af Njarðvík. Vinni þeir einn leik og Breiðablik og Stjarnan vinna báða leiki sína verða þessi þrjú lið jöfn og þá dettur ÍR niður í 8. sæti, Breiðablik verður þá númer 6 og Stjarnan númer 7. Tapi ÍR hins vegar báðum leikjum sínum geta hlutirnir farið að flækjast. Vinni Breiðablik og Stjarnan báða leiki sína er sama staða uppi og ef ÍR vinnur einn og Stjarnan og Breiðablik vinna báða. ÍR númer 8. En fari svo að ÍR tapi báðum og Stjarnan og Breiðablik vinna einn og Tindastóll og FSu vinna báða þá eru þessi 5 lið orðin jöfn og þá enda Blikar númer 6, Stjarnan númer 7, ÍR númer 8, Tindastóll númer 9 og FSu númer 10. Tapi ÍR báðum leikjum sínum, Breiðablik og Stjarnan tapa báðum og Tindastóll og FSu vinna báða þá endar ÍR númer 6, Tindastóll númer 7 og FSu númer 8. Tapi ÍR báðum, Tindastóll og FSu vinna báða og Breiðablik vinnur annan en Stjarnan tapar báðum þá eru fjögur lið jöfn, þá endar ÍR númer 6, Tindastóll og Blikar númer 7 og 8, Blikar unnu fyrri leikinn með 4 stigum.
Það eru fjölmargir möguleikar í stöðunni og við munum halda áfram seinna í dag og skoða möguleika Þórs í að bjarga sér frá falli.
Eitt er víst, Skallagrímsmenn eru fallnir.
Mynd: [email protected]