15:50
{mosimage}
Barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur hafa undanfarið verið á fullu við að undirbúa næsta Samkaupsmót, en mótið verður haldið í Reykjanesbæ núna um helgina, 7. og 8. mars.
Samkaupsmótið er eitt af stærstu íþróttamótum landsins og er langstærsta körfuknattleiksmótið. Sem dæmi um stærð mótsins þá hafa þátttakendur síðastliðin ár verið um 830 og komið víðsvegar af landinu. Fjöldi liða hefur verið um 135 og leiknir hafa verið um 350 leikir á einni helgi!
Það hlýtur að vera eftirtektarvert að andstæðingar á vellinum geti tekið sig saman með þessum hætti og haldið glæsilegt körfuboltamót fyrir krakka á Íslandi en Samkaupsmótið hefur styrkt mjög samstarf íþróttafélaganna. Fyrir hvert mót er gefinn út veglegur 20 síðna bæklingur og þar má finna allar upplýsingar um mótið. Helstu styrktaraðilar eru Samkaup og Reykjanesbær.
Boðið er uppá margskonar afþreyingu milli leikja. Öll liðin fara í bíó, í sund og einnig verður Reykjaneshöllin opin alla helgina en þar verða t.d. hoppukastalar, körfubolti, fótbolti, fólf (frisbee-gólf) og margt fleira. Um er að ræða 7.840m² leiksvæði. Hápunktur mótsins er svo auðvitað kvöldvakan á laugardag en þar koma venjulega fram landsþekktir skemmtikraftar.
Nánari upplýsingar um mótið, bæði fyrir mót og á meðan mótið stendur yfir, er hægt að fá hjá framkvæmdastjóra mótsins, Fali J. Harðarsyni, netfang: [email protected] sími: 896-4468 og á vefsíðu mótsins www.samkaupsmot.blog.is
{mosimage}