spot_img
HomeFréttirBoston vann í toppslag Austursins

Boston vann í toppslag Austursins

09:11:53
Boston Celtics unnu Cleveland Cavaliers í nótt í toppslag um heimaleikjaréttinn í komandi úrslitakeppni. Lokatölur voru 94-105, en Celtics voru með frumkvæðið nær allan tímann þó Kevin Garnett væri enn frá vegna meiðsla. LeBron James átti slakan dag þar sem hann hitti illa utan af velli og gat ekki tekið af skarið fyrir sína menn. Nú eru Cavs með smávægilega forystu á Boston á toppi Austurdeildarinnar, en allir leikir liðanna í vetur hafa unnist á heimavelli. Boston fær annan toppleik annað kvöld þegar Orlando Magic koma í heimsókn.

 

Dwayne Wade átti enn einn stórleikinn í sigri Miami á Toronto þar sem hann skoraði 42 stig.

 

Þá unnu LA Lakers öruggan sigur á Minnesota Timberwolves og Detroit vann enn einn sigurinn í fjarveru Allens Iverson og nú herma sögur að hvorki Iverson, né Pistons séu æstir í að hann snúi aftur og þá sem varamaður.

 

Loks má geta þess að   Houston sigraði Phoenix þrátt fyrir stórleik Steve Nash og Utah lagði Denver Nuggets og hafa nú unnið 10 leiki í röð og eru einungis sjónarmun á eftir Denver og geta skotist upp í 3. Sæti Vesturdeildarinnar með hagstæðum úrslitum annað kvöld.

 

Hér eru úrslit næturinnar:

Miami 108
Toronto 102

Atlanta 91
Charlotte 98


New Jersey 102
Orlando 105
 
Cleveland 94
Boston 105
 
Golden State 91
Detroit 108
 
Phoenix 112
Houston 114
 
Milwaukee 102
Chicago 117
 
Washington 78
San Antonio 100

Minnesota 90
LA Lakers 110
 
Denver 91
Utah 97

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -