21:13
{mosimage}
(Jóhann ásamt ,,The Pimp“ sem er stuðbolti og kynnir Merlins á heimaleikjum en með þeim á myndinni er Björk Árnadóttir móðir Jóhanns en á heimasíðu félagsins fær hún heiðursnafnbótina ,,Mama Ólafsson")
Jóhann Árni Ólafsson og félagar í þýska Pro B liðinu Proveo Merlins halda glæstri sigurgöngu sinni áfram og í kvöld lönduðu þeir sínum fjórtánda sigri í röð er þeir burstuðu Spot Up Medien Braunschweig 93-64.
Jóhann gerði 13 stig í leiknum og tók 2 fráköst en Jóhann bauð m.a. upp á troðslu í leiknum. Merlins eru því sem fyrr á toppi þýsku Pro B deildarinnar og stefna hraðbyr í átt að sæti í Pro A deildinni á næstu leiktíð. Merlins leikur næst gegn Hertener Löwen í 24. umferð deildarinnar en alls eru leiknar 30. umferðir í Pro B deildinni.