11:19:29
LeBron James var með þrennu í sigri Cleveland Cavaliers á Miami Heat í nótt, en þetta var álitið eins konar uppgjör milli tveggja af bestu leikmmönnum deilarinnar, James og Dwayne Wade. Wade sjálfur átti ekki slæman leik þar sem hann var með 25 stig, 12 stoðsendingar og 8 fráköst.
Þá unnu New Orleans góðan sigur á Oklahoma og þar með sinn sjöunda leik í röð og Charlotte Bobcats, sem á sér marga eldheita stuðningsmenn hér á landi, unnu sinn sjötta leik í röð þegar þeir lögðu Ny Knicks. Bobcats hafa aldrei unnið svo marga leiki í röð í fimm ára sögu sinni.
Loks má geta þess að Atlanta vann Detroit, sam hafði unnið fjóra leiki í röð.
Hér eru úrslit næturinnar:
Detroit 83
Atlanta 87
Charlotte 114
New York 105
Miami 89
Cleveland 99
Oklahoma City 90
New Orleans 108
Philadelphia 110
Memphis 105
Golden State 120
Milwaukee 127
Washington 103
Dallas 119
Minnesota 93
Portland 95
Indiana 106
LA Clippers 105
ÞJ