spot_img
HomeFréttirHrafn: Stoltur af mínum mönnum!

Hrafn: Stoltur af mínum mönnum!

22:32
{mosimage}

(Hrafn Kristjánsson)

,,Það spilaðist ekki alveg úr hlutunum eins og við hefðum viljað en það er okkur langhollast að líta til þeirra hluta sem við hefðum getað gert betur. Það hefur verið mikið rætt um meiðslin hjá okkur í vetur og í mínum huga stæðum við klárlega ekki í þessum sporum ef við hefðum haft Cedric Isom út allt tímabilið. Það breytir því ekki að við hefðum getað tryggt sætið okkar í þessari umferð,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari Þórs í samtali við Karfan.is eftir leik í DHL-Höllinni þar sem Þór féll í 1. deild eftir 108-94 ósigur gegn KR þrátt fyrir hetjulega baráttu.

,,Við ætluðum að vinna þennan leik og við ætluðum okkur að spila vel hverja einustu sekúndu svo ég er virkilega stoltur af mínum mönnum hér í kvöld,“ sagði Hrafn sem hefur séð tímana tvenna í hjá Þór.

Aðspurður um framhaldið með Þórsliðið hafði Hrafn þetta að segja:
,,Ég er kannski kenjóttur þannig en mér finnst ég vera hörku þjálfari en er það ekki móðins í dag að fólk athugi hvort það sé til einhver ábyrgð sem það þurfi að axla og hvort maður hafi umboð þjóðarinnar í áframhaldandi störf hjá Þór,“ sagði Hrafn í léttum tón þrátt fyrir súra niðurstöðu Þórsara í DHL-Höllinni. ,,Ég vil síður sleppa af þessum drengjum takinu því ég vil frekar sleppa af þeim takinu þegar þeir eru á þeim stað sem ég vil að þeir séu á,“ sagði Hrafn.

Frammistaða Þórsara var eftirtektarverð í kvöld en hefur Hrafn trú á því að hann haldi sama hópnum í 1. deild á næstu leiktíð?

,,Ég vonast til þess því allir leikmenn sem hafa komið hafa borið Akureyri söguna vel. Menn verða líka að meta hvar þeir fá að bera ábyrgð og hvar þeim líður vel með sig og sína og ég vonast til þess að ég fái áfram að taka þátt í þessu,“ sagði Hrafn í sínu síðasta spjalli sem úrvalsdeildarþjálfari, þessa leiktíðina.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -