22:45
{mosimage}
(Benedikt Guðmundsson)
,,Þórsarar mæta hingað til að berjast fyrir lífi sínu og við höfum séð það oft í íþróttum að lið sem eru að berjast fyrir lífi sínu í lok móts fá kannski þennan aukakraft sem þau hafa kannski ekki haft með sér á leiktíðinni. Þórsararnir höfðu svo sannarlega þennan aukakraft með sér í kvöld því ég hef séð marga leiki með þeim í vetur og þetta var einn þeirra besti,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR sem í kvöld varð deildarmeistari með sínum mönnum í KR.
Þór skorar 55 stig gegn ykkur í fyrri hálfleik á móti KR sem leggur mikið upp úr varnarleik. Varstu með netta óperu í klefanum í leikhléi?
,,Nei nei, við erum svo jákvæðir en þeir voru að berjast fyrir lífi sínu á meðan leikurinn taldi lítið fyrir okkur. Við vorum að rúlla á mörgum og leita að réttu blöndunni en var nokkuð öruggt hjá okkur í seinni hálfleik en það var fáránlegt hvað við vorum áhugalausir í fyrri hálfleik,“ sagði Benedikt sem mætir Breiðablik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Verður það helsta áskorun þjálfarans að temja sínum liðsmönnum að hugsa um einn leik í einu?
,,Já, Blikar hafa sýnt það í vetur að þeir geta náð góðum sigrum og eru til alls líklegir fyrir hvern einasta leik og eiga möguleika á því að vinna alla og tapa fyrir öllum og því spurning hvernig dagsformið á þeim verður. Blikar eru sýnd veiði en ekki gefin, við þurfum að vera á tánum ef við ætlum að klára það verkefni,“ sagði Benedikt sem stýrði KR til 21 deildarsigurs á tímabilinu en eini tapleikur KR í deildinni kom gegn Grindavík í Röstinni.