spot_img
HomeFréttirÚrslitakeppnin framundan

Úrslitakeppnin framundan

10:30

{mosimage}

Kristinn Óskarsson skrifar um dómaramál

Þá er deildarkeppninni lokið í efstu deild karla og úrslitakeppnin framundan.  Úrslitakeppnin hjá konunum er líka byrjuð svo nóg er um að vera, að maður tali nú ekki um spennuna í 1. deild karla.  Það er vert að velta fyrir sér hvort úrslitakeppnin sé á einhvern hátt öðru vísi fyrir dómarana en deildarkeppnin.  Dæma dómararnir meira eða minna í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni?

Þegar ég var að byrja að dæma í úrslitakeppninni þá var orðrómur á kreiki um að minna væri dæmt í úrslitakeppninni heldur en í deildarkeppninni.  Satt er að í fyrstu fimm úrslitakeppnunum (1984-1988) var það svo.  Hins vegar hefur þetta verið upp og ofan, allavega sl. 15 ár.

  Villur í deild Villur í úrslitak. munur:
1994 43,5 47,2 3,67
1995 39,7 41,0 1,37
1996 39,5 37,0 -2,56
1997 38,4 40,3 1,98
1998 36,0 42,4 6,47
1999 37,3 39,1 1,81
2000 37,3 41,5 4,14
2001 40,5 39,3 -1,21
2002 39,3 42,6 3,34
2003 42,2 41,3 -0,92
2004 39,6 39,6 0,04
2005 42,1 43,0 0,95
2006 40,6 43,8 3,16
2007 40,9 42,2 1,30
2008 43,1 42,0 -1,10
2009 39,3 ???  

  Eins og sjá má á töflunni er villufjöldinn í deild og úrslitum mjög sambærilegur enda ekki nema von, áherslum vetrarins er ekkert breytt fyrir úrslitakeppnina.  Það eru margvíslegir þættir sem hafa áhrif á villufjölda.  Eitt af því sem ég hef skoðað nákvæmlega er samband reynslu dómara og fjölda villna. Þegar dómarahópurinn er jafn og reynslumikill,  þá eru færri villur dæmdar.  Þetta má t.d. sjá á árunum1997 – 2000 en sá tími er um margt blómaskeið í íslenskri dómarasögu.  Ég hef líka athugað hvort að samhengi sé á milli árangurs liða í deildinni og fjölda villna, en hef ekki séð samhengi þar á milli.  Ég hef líka skoðað sögu liða ár eftir ár og er þar talsverð fylgni.  Lið eru að fá álíka margar villur ár eftir ár.

Í ár mega leikmenn og þjálfarar búast við sömu línu og gilt hefur í allan vetur.  Góðum varnarmönnum sem eru á undan, nota ekki hendur, eru innan sinnar súlu  verður ekki refsað.  Varnarmenn sem eru ekki nægjanlegar beinir, nota hendur eða skapa snertingar á axlir, mjaðmir og hné fá villur.  Jafningjar sem spila af sama krafti fá að takast á, sé það beggja vilji, en ekki er hægt að skilda nokkurn leikmann til að þurfa að verja löglega stöðu sína af hörku.

Úrslitakeppnirnar undanfarin ár hafa verið hin besta skemmtun.  Þar hefur farið saman góð tilþrif og skilningur á erfiðu hlutverki dómarans, reyndar hafa dómararnir almennt staðið sig vel í úrslitakeppnum undanfarinna ára.   Dómararnir undirbúa sig af kostg&aeli

Fréttir
- Auglýsing -