13:00
{mosimage}
Það er ekki úr vegi nú þegar deildarkeppni er lokið í Iceland Express deild karla að kíkja á þá sem urðu efstir í helstu tölfræðiþáttunum.
Ákveðnar reglur gilda um hversu margar leiki menn þurfa að hafa spilað til að komast á lista og hafi þeir ekki leikið nægilega marga leiki þá gefst þeim tækifæri á að komast á listann hafi þeir staðið sig þeim mun betur í viðkomandi tölfræðiþætti.
Lágmörk fyrir tölfræðiþætti KKÍ12 liða úrvalsdeild karla með 22 leikjum
Lágmark á alla lista eru 17 leikir eða
Stig að meðaltali (15 í leik) 330 stig
Fráköst að meðaltali (8) 175 fráköst
Stoðsendingar að meðaltali (3) 66 stoðsendingar
Stolnir boltar að meðaltali (2) 44 stolnir boltar
Varin skot að meðaltali (1) 22 varin skot
Besta 3ja stiga skotnýting (1) 22 3ja stiga körfur
Besta vítanýting (1,35) 30 víti nýtt
Besta skotnýting (3) 66 skot nýtt
Stigahæstur er því Nemanja Sovic með 23,86 stig í leik, eða 525 í heildina. Cedric Isom var nálægt því að verða efstur en hann lék aðeins 11 leiki en skoraði 326 stig, vantaði 4 stig upp á að verða stigahæstur.
Friðrik Stefánsson var með flest fráköst, 12,18 að meðaltali í leik en næstur honum kom Hlynur Bæringsson með 12,10.
Það var svo Justin Shouse sem gaf flestar stoðsendingar, eða 7,73 og næstur honum var Arnar Freyr Jónsson með 7,29.
Keflvíkingurinn Jón Nordal Hafsteinsson stal flestum boltum, eða 2,94.
Annar Keflvíkingur varði flest skot, Sigurður Þorsteinsson varði að meðaltali 2,5 skot í leik í vetur.
Bestu þriggja stiga nýtinguna er Jakob Örn Sigurðarson með eða 48,2%, hitti úr 67 af 139 skotum sínum, næstur honum er félagi hans úr KR, Jón Arnór Stefánsson með 46,6%
Hjörtur Hrafn Einarsson var öruggastur á vítalínunni, hitti úr 41 af 46 vítum sem hann fékk og gerir það 89,13% nýtingu.
Í tveggja stiga nýtingu var Páll Axel Vilbergsson efstur með 61,66% nýtingu, hitti úr 119 af 193 skotum, rétt á hæla hans var Sigurður Þorsteinsson með 61,57%, hitti úr 149 af 242.
Mynd: [email protected]