22:42
{mosimage}
Jóhann Árni Ólafsson og félagar í Merlins unnu 14. sigur sinn í röð í Pro B deildinni í Þýskalandi í dag þegar þeir lögðu Hertener Löwen á heimavelli 81-72. Þeir sitja því enn sem fastast á toppi deildarinnar og styttist í að þeir tryggji sér sæti í Pro A deildinni að ári.
Jóhann Árni var í byrjunarliði Merlins en fékk snemma þrjár villur og var settur á bekkinn fram í hálfleik en komst svo aldrei í takt við leikinn og spilaði alls 8:28 mínútur og skoraði 3 stig.
Mynd: [email protected]