spot_img
HomeFréttirSigurður og Kjartan eftir leik

Sigurður og Kjartan eftir leik

00:30

{mosimage}
(Kjartan Kjartansson, Jovan Zdravevski og Sigurður Þorvaldsson)

Karfan.is náði tali af Sigurði Þorvadssyni þjálfara Snæfells eftir 20 stiga tap þeirra í Garðabæ og þurfa þeir því að fara í oddaleik í Stykkishólmi. Sigurður fann sig lítið í leiknum og skoraði 2 stig og var hundfúll eftir leikinn og sagði sína menn hafa verið rasskellta í leiknum.

,,Þetta var bara slakt allann leikinn og sóknarleikurinn þungur allann leikinn. Það var ekkert flæði hjá okkur og það kom í hausinn á okkur seinni hálfleik og vörnin slök allann leikinn. Við bara hljótum að vera tilbúnir í næsta leik það er ekki spurning og það á ekki að þurfa að segja eitt einasta orð við neinn fyrir oddleikinn, við vorum bara rasskelltir hérna."

Kjartan Kjartansson hjá Stjörnunni var kátur eftir leikinn að vonum en hann skoraði líkt og Sigurður einungis 2 stig en aðrir stýrðu skútunni til sigurs eins og Justin Shouse sem fær ekki oft að sitja síðustu mínúturnar og gat hann slakað og farið úr skónum eins og Dennis Rodman að sögn Kjartans.

,,Það verður erfitt að fara í Hólminn en það er erfiður völlur. Við erum ennþá hungraðir og langar ekkert í sumarfrí. Við vitum að þeir eru hærra skráðir en við en við erum komnir í 1-1 á móti einu sterkasta liði landsins og við mætum brjálaðir og horfum bara fram á við."

 

Símon B. Hjaltalín

Fréttir
- Auglýsing -