15:33
{mosimage}
Gunnar Einarsson hefur stigið ölduna áður og kveinkar sér ekki þó Keflavík hafi tapað stórt í fyrsta leiknum við KR. Karfan.is heyrði í kappanum fyrir leikinn í kvöld.
Verða allir mættir í kvöld?
Við erum í góðum málum þar sem við eigum 3 leikmenn inni frá því í síðasta leik og voru ekki í takt við leikinn. Trúi því að þeir komi tvíelfdir til leiks. Verðum að búa okkur undir það að mæta í stríð og þessir leikir snúast um það hvort liðið vilja meira.
Nú gerði KR 102 stig á ykkur í síðasta leik, hvað var í gangi?
Þeir bjuggu til þetta forskot þegar við settum hausinn niður í bringu, við eigum að landa sigri ef við sýnum okkar rétta andlit. Við vitum hvað við þurfum að gera, einfalt þannig séð en við þurfum líka að framfylgja því, í öllum leikjum gegn KR í vetur höfum við byrjað vel, missum dampinn og förum að elta eftir. Við erum með sterkan heimavöll og erum sterkir heim að sækja.
Nú hafið þið titil að verja
Já að því ógleymdu erum við Íslandsmeistarar en við þekkjum það líka að vera undir í 8-liða úrslitum en óþarfi að vera byrja einvígið 2-0 undir.
Þá bætti Gunnar við að Þröstur Leó Jóhannsson yrði með í kvöld.
„Hann er óhræddur, ungur og kraftmikill leikmaður og veitir ekki af því. Það þarf að fá allan bekkinn með og allir verða að leggja sitt af mörkum. Við verðum að spýta í lófana og mæta með drápseðlið í leikinn.”