21:05
{mosimage}
Það er rafmagnað loftið í DHL höllinni í leik KR og Keflavíkur, venjulegum leiktíma er lokið og staðan 88-88, nú er fyrstu framlengingu lokið og staðan 97-97 og því framlengt aftur. Spennan minnkar ekkert, annarri framlengingu lauk 108 -108 og því er hafin þriðja framlengingin, ekki tóks liðunum að útkljá þetta í henni og þegar henni lauk var staðan 116-116 og fjórða framlenginin að hefjast sem er jöfnun á meti. Aðeins einu sinni hefur leikur verið fjórframlengdur í efstu deild karla en það var leikur Skallagríms og KFÍ. KR hafði að lokum sigur 129-124. Í 1. deild karla hófst úrslitaeinvígið um hver fylgir Hamri í Iceland Express deildina. Valsmenn tóku á móti Fjölni og fóru Grafarvogsbúar heim með sigurinn 78-88. Meira síðar….