12:00
{mosimage}
(Guðjón Böðvarsson var kátur með borgarskotið sitt frá miðju)
Körfuboltaveislan í DHL-Höllinni í gærkvöldi var ekki einvörðungu bundin við leikinn sjálfan sem var einn sá ótrúlegasti í manna minnum. Flottir danshópar léku listir sínar þegar tími gafst í leikhléum og hálfleik og þá var borgarskot Iceland Express vitaskuld á sínum stað þar sem formannssonurinn Guðjón Böðvarsson stal senunni.
Guðjón er sonur Böðvars Guðjónssonar formanns KKD KR en kappinn var hvergi banginn í borgarskotinu og smellti tuðrunni beint í netið og er fyrir vikið á leið út í heim með Iceland Express. Því er óhætt að segja að allt hafi gengið upp í DHL-Höllinni í gær og mesta furða að enn hafi ekki borist fréttir frá fjölmiðlum landsins um metsölu í hjartasprengipillum!
Þá hafa KR-ingar sett inn myndband þar sem sýnt er þegar Jón Arnór Stefánsson tryggir KR þriðju framlenginguna með óviðjafnanlegu þriggja stiga skoti:
http://www.youtube.com/watch?v=YMgDOI2GRIw