spot_img
HomeFréttirSnæfell sigraði tvíframlengdann og staðan 2-1 (Umfjöllun)

Snæfell sigraði tvíframlengdann og staðan 2-1 (Umfjöllun)

18:01

{mosimage}

Snæfell vann gríðalega miklvægann sigur 97-104 þar sem Grindavík var seint í gang en komu í lokin og jöfnuðu sem kom leiknum í tvíframlengingu en Snæfell var með hugarfarið betra en Grindavík í leiknum og höfðu það í annari framlengingunni. Hjá Grindavík var Helgi Jónas með 22 stig og Nick með 21 stig, 20 frák. Þorleifur setti 15 stig. Arnar var svo með 10 stig og 10 stoðs. Hjá Snæfelli var Siggi Þorvalds með 23 stig og Hlynur 21 stig, 17 frák. Nonni setti 20 stig Magni 17 stig og Wagner 12 stig og fleiri greinilega með framlag en síðustu leiki.

Sigurður Þorvalds var kátur með árangurinn og vildi gefa mönnum framlengingar líkt og í leiknum í gær. "Við viljum þetta og leikurinn hefði átt að vera komin hjá okkur eftir venjulegann leiktíma en þetta var óþarfavilla í lokin. En við erum að koma til og jákvæðnin að dúkka upp hjá okkur og við vitum að við getum þetta. Við förum svo í Hólminn og tökum góðann sigur."

Friðrik Ragnarsson var ekki kátur með hugarfar sinna manna sem mættu ekki leikinn í fyrri hálfleik. "Við byrjuðum ekkert að spila körfubolta fyrr en 18 stigum undir og í fjórða leikhluta. Það voru Bjössi (Björn Steinar) og Davíð sem komu okkur inn í leikinn aðrir voru með hangandi haus. Ef þú mætir ekki með hugann við leikinn á móti Snæfell þá tapar þú það eru engin ný sannindi. Það er eitt að tapa og gera þitt besta en annað að tapa og gera þeð með hangandi haus."

Hlynur setti fyrstu fjögur stigin og Snæfell komst svo í 8-0 strax í byrjun með önnur fjögur stig frá Atla Hreinssyni. Grindavík virtist hálf dauft svona í byrjun og andlausir í aðgerðum sínum en Snæfell var að taka fína vörn og áttu góð varnarfráköst. Friðrik var alveg nóg boðið og tók leikhlé í stöðunni 12-2 fyrir Snæfell. Grindvíkingar bættu þó aðeins í og áttu góðann 8-0 sprett undir lok fyrsta hluta og komust úr 10-19 í 16-19 með betri vörn. Guðlaugur Eyjólfsson átti einn  góðann þrist rétt fyrir flautuna og staðan var 19-20 fyrir Snæfell.

Grindvíkingar komust yfiir 21-20 en Nonni hjá Snæfelli setti þrist í kjölfarið. Grindavík voru óheppnir í skotum sínum og voru mörg ekki að detta þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og voru t.d búnir að taka 11 þriggja stiga skot en aðeins eitt ofan í. Þegar staðan var 23-23 tóku Snæfellingar á varnarleiknum og steindrápu sóknir Grindavikur og settu svo 11 stig í einum spretti á þá og komust í 23-34. Snæfell leiddi í hálfleikinn 30-43 og voru að stuða Grindvíkinga sem voru orðnir  pirraðir yfir mörgu sem féll með gestunum.

Hjá Grindavík var Nick kominn með 12 stig, 8 frák. Næstur var Þorleifur með 6 stig og Guðlaugur með 5 stig og ljóst að framlag fleirri mann var þörf hjá Grindavík. Hjá Snæfelli virtust menn eilítið hressari og var fyrirliðinn Hlynur kominn með 10 stig og 6 frák. Siggi Þorvalds og Jón Ólafur (Nonni) voru komnir með 7 stig hvor og voru menn þar á bæ með allt annað flæði í sóknarleiknum en áður.

Lítið var skorað fyrri part þriðja hluta og var hvort lið einungis búið að skora 4 stig í stöðunni 34-48 þegar 4 mín voru liðnar og var leikurinn að harðna en mistök í sóknum að aukast. Þriðji hluti var einkar leiðinlegur og mikið var hnoðast og lítið um fallegann bolta. Snæfellingar náðu þó að halda sér inn í leiknum og leyfðu Grindavík lítið að hleypa upp leiknum. Snæfell leiddi fyrir lokahlutann 43-58 og var einkar lítið skor í gangi.

Snæfellingar byrjuðu fjórða hluta klaufalega og voru að missa boltann. Grindavík gekk á lagið og komust í smá stuð með 3 frá Arnari og áhorfendur fóru að vakna. Snæfell slökkti á gleði heimamanna með tveimur þristum frá Nonna og Magna. Friðrik tók leikhlé og batnaði þá Grindavík og komu inn með 5 stig í röð og Snæfell tók leikhlé í stöðunni 53-64. Björn og Davíð hjá Grindavík voru að koma með stuð í leik sinna manna en Snæfell voru að halda haus. Þagar staðan var 61-69 og 1:40 eftir voru Grindavík að pressa mikið og vinna bolta á því en lítið gekk að saxa hratt á Snæfellinga og sóknirnar voru oft ekki að ganga sem skildi. Þegar staðan var 63-69 setti Helgi Jónas ein ískaldann og kom Grindavík nær 66-69 og voru að vinna góða bolta af Snæfellingum sem leystu ekki pressu vel.  

Siggi kom þó Snæfelli strax 66-72 þegar 40 sek voru eftir. Grindavík komst nær 70-72 eftir að Nonni klikkaði á tveimur vítum og svo klikkaði Magni á tveimur líka. Snæfell náði frákasti og Siggi fékk opið lay-up og kom rauðum í 70-74 þegar um 10 sek voru eftir. Helgi fékk þá þrjú víti og setti tvö niður 72-74. Miklar ferðir á vítalínuna voru á lokasekúndunum og klikkaði Nonni ekki aftur og kom Snæfelli í 72-76 en Þorleifur setti þrjú stig og dæmd var villa undir körfunni sem Helgi setti annað niður og jafnaði 76-76 og langskot Sigga Þorvalds fór ekki niður í lokin og  framlengt var í Röstinni og ótrúleg endurkoma Grindavíkur inn í leikinn í lokin.

Brenton setti strax 3 og Nick kom svo Grindavík í 81-76 en Snæfellingar börðu sig saman og með baráttu komust þeir svo yfir 81-83 með þrist frá Hlyn Bærings. Nick tróð með tilþrifum og janaði 83-83 sem gerði það að verkum að önnur framlenging var veruleikinn eftir að Wagner klikkaði á skoti þegar flautan gall.  

Snæfell komst strax í 83-90 og voru menn einbeittir. Hlynur fór út af með 5 villur þegar 3:30 voru eftir af annari framlengingu. Magni setti einn ískaldann og kom Snæfelli 84-93 en Helgi svaraði að bragði. Magni átti þó tvö til svars og Snæfell var skrefi á undan 87-95 þegar leikhlé var tekið og 1:50 eftir. Grindavík braut mikið og voru menn að týnast út af en Palli Kristins og Brenton voru báðir komnir á tréverkið og Arnar og Nick voru með 4 hvor. Björn setti einn góðann þrist fyrir Grindavík og staðan 90-95. Nóg var að gera á vítalínunni eins og gengur en Snæfell náðu að stilla sig af og var staðan 92-99 fyrir Snæfell þegar 1 mín var eftir og voru þeir ekki að láta hanka sig á vítalínunni og settu mikilvæg stig niður. Snæfell vann mikilvægann sigur 97-104 á vítalínunni undir lokin og fá heimaleik í Hólminum á þriðjudaginn.

Tölfræði leiksins

Símon B. Hjaltalín

Mynd: Eyþór Benediktsson

Fréttir
- Auglýsing -