spot_img
HomeFréttirSigrún: Stefnum á þriðja sigurinn í Hafnarfirði

Sigrún: Stefnum á þriðja sigurinn í Hafnarfirði

21:58
{mosimage}

(Sigrún setti niður 3 af 5 þristum sínum í kvöld)

,,Við verðum að verja heimavöllinn og það gerðum við í kvöld,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir leikmaður KR í samtali við Karfan.is eftir 65-56 sigur á Haukum í fjórða úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Með sigrinum tryggði KR sér oddaleik í Hafnarfirði næsta miðvikudag.

,,Ég spilaði í þrjú ár að Ásvöllum svo ég kann ágætlega við húsið. Við höfum unnið tvo leiki í Hafnarfirði í vetur og stefnum núna á þriðja sigurinn þar,“ sagði Sigrún og var óhress með að KR hefði farið að verja forskotið sitt í kvöld í stað þess að halda áfram sömu hlutum og þær gerðu svo vel í þriðja leikhluta.

,,Þetta er bara eitthvað sem gerist og maður áttar sig ekki á því en svo tók Jói (þjálfari KR) leikhlé og barði okkur áfram. Nú er bara að duga að drepast hjá báðum liðum í næsta leik,“ sagði Sigrún en hvað telur hún að muni skipta sköpum í oddaleiknum á miðvikudag?

,,Númer eitt, tvö og þrjú verða það fráköstinn og viljinn og ég ætla rétt að vona að þetta verði allt til staðar hjá okkur,“ sagði Sigrún sátt í leikslok en hún gerði 14 stig fyrir KR í kvöld, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.

[email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -