{mosimage}06:58:42
LA Lakers duttu enn lengra aftur fyrir Cleveland Cavaliers í keppninni um besta árangurinn í NBA þegar þeir töpuðu fyrir Atlanta Hawks í nótt, 86-76. Kobe Bryant átti við veikindi að stríða en félagar hans fylltu ekki í skarðið og leyfðu Hawks að fara sínu fram. Kobe skoraði 17 stig og Pau Gasol 21, en enginn annar náði sér á strik. Mike Bibby skoraði 21 stig, þar af 3ja stiga körfu sem innsiglaði sigurinn.
Á meðan unnu Cleveland og Boston sína leiki og Phoenix tapaði fyrir botnliði Sacramento Kings.
Hér eru úrslit næturinnar:
Dallas 74
Cleveland 102
Chicago 129
Toronto 134
LA Lakers 76
Atlanta 86
New Jersey 99
Minnesota 108
Philadelphia 97
Detroit 101
Oklahoma City 84
Boston 103
Washington 115
Indiana 124
San Antonio 86
New Orleans 90
Phoenix 118
Sacramento 126
ÞJ