8:30
{mosimage}
Leikmenn Brokeyjar
Það ræðst nú um helgina hvaða lið taka sæti Hattar og Laugdæla í 1. deild karla næsta haust. Í dag eigast við Brokey og ÍA og á morgun tekur ÍG á móti Mostra. Sigurvegarar leikjanna fara upp um deild.
Leikur Brokeyjar og ÍA fer fram í Kennaraháskólanum og hefst klukkan 14:30 en leikur ÍG og Mostra fer fram á morgun í Grindavík og hefst klukkan 15:30.
Mynd: www.brokeybasket.com