7.flokkur kvenna Keflavík Íslandsmeistarar um helgina
Íslandsmeistaratitlanir halda áfram að streyma til Keflavíkur í kvenna boltanum og nú um helgina voru það tveir flokkar sem tryggðu sér titla. Það voru 7. Flokkur kvenna og 10 ára minnibolta stúlkur. Bæði þessi lið Keflavíkur tryggðu sér titla sína nokkuð sannfærandi, en bæði mótin fóru fram í Keflavík þar sem að liðin höfðu unnið sér til þess yfir veturinn. Óhætt að segja að yngriflokka starf kvennaboltans í Keflavík er í sérflokki þetta árið þar sem að nú þegar hafa komið í hús 4 titlar.