10:00
{mosimage}
Helgi Már Magnússon hefur farið á kostum í liði KR í úrslitaeinvíginu við Grindavík. Stóraukið framlag sitt samkvæmt tölfræðinni og skorað tvisvar sinnum meira en hann hefur gert að meðaltali í vetur.
Við heyrðu í kappanum og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar.
Nú hefur þú verið að leika vel í úrslitaeinvíginu, tvöfalda stigaskorið þitt og framlagsstigin vel yfir meðaltalinu. Hvað er verið að borða í morgunmat núna?
Nú Herbalife að sjálfsögðu!! Með skyri, djús, banana og jarðaberjum. Svo tekur maður náttúrulega lýsi líka.
Er kannski málið að frúin er farin til Svíþjóðar og meiri tími til að einbeita sér að körfubolta?
Já, úff það getur verið erfitt að þurfa að hugsa um og sinna þessu kvenfólki 24/7.
Núna fæ loksins smá tíma til að setja tærnar uppí loft og rækta sjálfan mig, bæði á líkama og sál.
Hvað þurfið þið að laga frá síðasta leik til að vinna Grindavík á morgun?
Fækka töpuðum boltum og þurfum líka að bæta vörnina
Hverjar verða lokatölur?
Við vinnum!
Hvort fer bikarinn á loft í Grindavík eða DHL höllinni?
Vonandi núna á laugardaginn í Grindavík
Mynd: [email protected]