spot_img
HomeFréttirLeikur 3: Hver tekur forystuna?

Leikur 3: Hver tekur forystuna?

11:15
{mosimage}

Deildarmeistarar KR og Grindavík mætast í kvöld í sínum þriðja úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1 eftir sinn hvorn heimasigur liðanna. Í kvöld verður úr því skorið hvort liðið tekur forystuna í einvíginu.

KR vann fyrsta leikinn í einvíginu 88-84. Þar létu þeir Fannar Ólafsson og Helgi Magnússon vel að sér kveða og gerðu báðir 22 stig. Í liði Grindavíkur var það Nick Bradford sem virtist einn klár í úrslitaeinvígið en hann sallaði niður 38 stigum.

Í öðrum leiknum sem fram fór í Röstinni tókst Grindavík að jafna metin í 1-1 með 100-88 sigri. Reynsluboltinn Brenton Birmingham fór þá fyrir gulum með 28 stig en Jason Dourisseau setti 22 fyrir röndótta.

Leikurinn í kvöld fer fram í DHL-Höllinni í Vesturbænum og hefst kl. 19:15. Stuðningsmenn Grindavíkur ætla að hittast kl. 17:00 á Players í Kópavogi til að berja sig saman fyrir leikinn. Forsala á leikinn verður á milli kl. 12 og 13 í DHL-Höllinni í dag þar sem verður einnig hægt að kaupa miða á leik 4 í Grindavík á laugardag. Leikur kvöldsins verður svo í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport og á KR TV.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -