spot_img
HomeFréttirVerða Grindvíkingar meistarar í dag?

Verða Grindvíkingar meistarar í dag?

10:18

{mosimage}

Ný styttist í að alvaran hefjist í Röstinni í Grindavík. Klukkan 16 hefst leikur Grindavíkur og KR og fari svo að Grindavík vinni verða þeir Íslandsmeistarar í annað sinn í sögu félagsins en síðast unnu þeir 1996. KR þarf hinsvegar að sigra til að knýja fram oddaleik sem færi þá fram á mánudag í DHL höllinni.

Grindvíkingar hefja fjörið klukkan 13 í Salthúsinu þar sem menn ætla að berja sig saman og verður þar pylsuveisla fyrir bæði lið og mun Árni Johnsen mæta með gítarinn og taka þátt í stuðinu.

KR ingar hittast í félagsheimili sínu klukkan 12 og verðað með sætaferð til Grindavíkur. Í félagsheimilinu verða grillaðar pylsur og munu KR ingar æfa baráttusöngvana undir stjórn Miðjunnar.

Það er um að gera fyrir fólk að mæta tímanlega í Röstina í dag til að tryggja sér miða og þeir sem ekki komast geta horft á leikinn á Stöð2 sport og með tölfræðinni á www.kki.is/live.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -