spot_img
HomeFréttirÁttundi oddaleikur úrslitaseríu á morgun

Áttundi oddaleikur úrslitaseríu á morgun

7:00

{mosimage}

Oddaleikur KR og Grindavíkur er áttundi oddaleikur í úrslitaseríu Úrvalsdeildar karla frá upphafi. KR og Grindavík hafa hvort um sig einu sinni lent í oddaleik í úrslitum og í bæði skiptin tapað.

Síðasta úrslitaeinvígi sem fór í oddaleik var einvígi Keflavíkur og Njarðvíkur vorið 1999 en þá hafði Keflavík sigur að lokum. Njarðvík er það lið sem oftast hefur farið í oddaleik í úrslitaseríu eða alls fimm sinnum. Það er einnig athyglisvert að aðeins einu sinni hefur oddaleikur unnist með 9 stigum eða meira.

Leikurinn á morgun er sjöundi oddaleikurinn sem KR leikur á heimavelli í úrslitakeppni og hafa þeir unnið alla nema einn, töpuðu fyrir ÍR í fyrra í 8-liða úrslitum. Þeir hafa alls leikið 16 oddaleiki í úrslitakeppni og unnið 6.

Grindavík hins vegar hefur leikið 5 oddaleiki á útivelli og unnið 2. Þeir hafa alls leikið 15 oddaleiki og unnið 9.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -