13:18
{mosimage}
Arnþór Freyr Guðmundsson var atkvæðamikill fyrir Fjölni
Nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í þremur af fjórum úrslitaleikjum yngri flokka sem fara fram á morgun í DHL höllinni. Í 10. flokk kvenna er ljóst að Keflavík verður meistari, bara spurning hvort það verður A liðið eða B liðið. Í unglingaflokki kvenna mætast KR og Grindavík og í drengjaflokki Fjölnir og KR.
Það er því einungis í 10. flokki drengja sem ekki er komið á hreint hvaða lið mætast en undanúrslitin fara fram þessa stundina.
KR sigraði Breiðablik örugglega í seinni undanúrslita leik drengjaflokks í gær, 99-63.
Í undanúrslitum 10. flokks kvenna sigraði Keflavík b lið Hauka 47-30 og í hinum undanúrslitaleiknum vann Keflavík a Grindavík 74-34.
Mynd: Snorri Örn Arnaldsson