09:03
{mosimage}
(Ingi Þór t.v. ásamt Benedikt Guðmundssyni t.h.)
Körfuknattleiksdeild Snæfells hefur boðið Inga Þór Steinþórssyni að taka við karla- og kvennaliði félagsins. Ingi Þór staðfesti við Fréttablaðið í gær að það væri búið að bjóða honum starfið og hann sagðist bíða eftir samningstilboði úr Hólminum. Frá þessu er greint á www.visir.is og í Fréttablaðinu í dag.
Ingi Þór er fyrrverandi þjálfari KR og gerði liðið að Íslandsmeistara á sínum tíma. Hann var síðan aðstoðarmaður Benedikts Guðmundssonar í vetur og þeir félagarnir skiluðu stóra titlinum í hús.
Ingi Þór neitaði því ekki að hann hefði áhuga á starfinu hjá KR sem er laust eftir að Benedikt hætti en sagði KR-inga ekkert hafa rætt við sig.