spot_img
HomeFréttirDeildarmeistarar Merlins steinlágu í síðasta leik

Deildarmeistarar Merlins steinlágu í síðasta leik

10:48
{mosimage}

(Jóhann Árni Ólafsson)

Tímabilinu er nú lokið hjá Jóhanni Árna Ólafssyni og félögum í þýska Pro B liðinu Proveo Merlins. Fyrir leik liðsins í gær höfðu liðsmenn Merlins viku áður fagnað deildarmeistaratitlinum á heimavelli og um leið sæti í Pro A deildinni á næstu leiktíð. Skemmst er frá því að segja að Merlins mættu BIS Baskets Speyer og lágu 78-56 á útivelli.

Tímabilið endaði því á lágu nótunum á útivelli fyrir Merlins en Jóhann Árni gerði 5 stig í leiknum og gaf 2 stoðsendingar á þeim tæpu 10 mínútum sem hann lék í leiknum. Þess má geta að BIS Baskets Speyer luku keppni í neðsta sæti deildarinnar svo óhætt er að segja að liðsmenn Merlins hafi ekki alveg verið búnir að jafna sig á fagnaðarlátunum sem voru í Crailsheim um síðustu helgi.

Jóhann er væntanlegur heim til Íslands á næstu dögum en óráðið er hvar kappinn mun leika á næstu leiktíð.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -