spot_img
HomeFréttirUMFN Íslandsmeistari í 9. flokki karla (Umfj. og myndir)

UMFN Íslandsmeistari í 9. flokki karla (Umfj. og myndir)

11:44
{mosimage}

(Íslandsmeistarar UMFN í 9. flokki karla ásamt Örvari Kristjánssyni þjálfara sínum)

Njarðvíkingar eru Íslandsmeistarar í 9. flokki karla eftir öruggan stórsigur á KR í DHL-Höllinni þar sem síðari úrslitahelgi Íslandsmóts yngriflokka fer nú fram. Lokatölur leiksins voru 79-62 Njarðvíkingum í vil sem gerðu endanlega út um leikinn snemma í þriðja leikhluta. Birgir Snorrason leikmaður UMFN var valinn besti maður leiksins með 21 stig og 5 fráköst en Birgir brenndi aðeins af einu skoti í öllum leiknum!

Njarðvíkingar voru ákveðnari aðilinn strax frá fyrstu mínútu og með góðri baráttu frá Birgi Snorrasyni tókst grænum að komast í 17-4. Njarðvíkingar leiddu svo 22-9 eftir fyrsta leikhluta þar sem KR-ingar voru hálfgerðir áhorfendur og virtust vart komnir á fætur.

Í öðrum leikhluta voru KR-ingar afar ósáttir við dómgæsluna í leiknum og uppskar Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR tæknivillu fyrir nokkur vel valin orð við dómarann. Eftir það virtust KR-ingar ranka við sér og náðu að minnka muninn í 30-17 en nær komust þeir ekki þar sem Njarðvíkingar áttu magnaðan lokasprett og leiddu 48-27 í hálfleik. Hjá Njarðvíkingum var Maciej Baginski með 13 stig í leikhléi en Matthías Orri Sigurðsson var atkvæðamestur hjá KR í fyrri hálfleik með 9 stig.

{mosimage}
(Birgir Snorrason brenndi aðeins af einu skoti í leiknum! Hér rífur hann frákast af KR-ingum)

Strax á upphafsmínútum þriðja leikhluta gerðu Njarðvíkingar út um leikinn. Birgir Snorrason og Valur Orri Valsson fóru þar fremstir í flokki og snögglega var staðan orðin 61-29. KR gerði þó 10 stig gegn 2 frá Njarðvík á lokaspretti leikhlutans þar sem Matthías Orri Sigurðsson og Martin Hermannsson klóruðu í bakkann fyrir KR en munurinn var einfaldlega orðinn of mikill. Staðan var 63-39 fyrir fjórða leikhluta og leiknum lauk svo í stöðunni 79-62 þar sem Njarðvíkingar gerðu vel að halda KR fjarri.

Valur Orri Valsson var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 23 stig, 10 stoðsendingar og 5 fráköst. Næstur honum í Njarðvíkurliðinu var Birgir Snorrason með 21 stig og 5 fráköst og þar næstur var Maciej Baginski með 20 stig og 11 fráköst.

Hjá KR var Matthías Orri Sigurðsson með 24 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Næstur var Darri Atlason með 9 stig og 7 fráköst en Martin Hermannsson var einnig atkvæðamikill með 6 stig, 5 fráköst og 10 stoðsendingar.

[email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

(Birgir Snorrason, besti maður úrslitaleiksins, ásamt Hannesi Sigurbirni Jónssyni formanni KKÍ)

Fréttir
- Auglýsing -