19:27
{mosimage}
David Andersen
Barcelona tók bronsið í Meistaradeildinni í dag þegar liðið sigrað Olympiacos í Berlín, 79-95. David Andersen var stigahæstur Spánverjanna með 20 stig en Lynn Greer skoraði 19 fyrir Grikkina.
Barcelona byrjaði leikinn mikið betur og leiddi með 16 stigum í hálfleik eftir að hafa haldið Grikkjunum stigalausum í rúmar sex mínútur og skora 15 stig á meðan og leiða mest með 21 stigi. Grikkjunum tókst að koma muninum niður í 8 stig í þriðja leikhluta en þá skoruðu Barcelonamenn tvo þrista og þar með var draumur Grikkjanna búinn. Fjórði leikhluti hafði ekki upp á neitt annað að bjóða en að klára leikinn og Barcelonamenn tóku bronsið því löngun þeirra var meiri en Grikkjanna.
Eins og fyrr segir skoraði David Andersen 20 stig fyrir Barcelona en Jose Carlos Navarro og Jaka Lakovic skoruðu 14 stig hvor.
Lynn Greer skoraði 19 stig fyrir Grikkina en næstur honum var Ioannis Bourousis með 17 stig.
Nú er úrslitaleikurinn í fullum gangi þar sem mætast Panathinaikos og CSKA Moskva.
Mynd: www.euroleague.net