spot_img
HomeFréttirDenver og Cleveland unnu í nótt

Denver og Cleveland unnu í nótt

08:49:33
Cleveland Cavaliers unnu í nótt öruggan sigur á Atlanta í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA, 99-72. Á meðan lögðu Denver Nuggets Dallas Mavericks í Vesturdeildinni, 117-105, en Denver hefur unnið báða leiki liðanna

 

Cavs höfðu verið í fríi í níu daga fyrir þennan leik og sást það á sóknarleik þeirra í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn er hins vegar þeirra aðalsmerki og hann gekk vel þannig að þeir höfðu 5 stiga forskot í hálfleik.

 

Í seinni háfleik small allt saman hjá þeim og Atlanta áttu engin svör. LeBron James, nýkrýndur MVP, sýndi svo ekki var um að villast hver er besti leikmaðurinn í deildinni þar sem hann setti 34 stig og tók 10 fráköst. Mo Williams bætti einnig við 21 stigi og Delonte West 13. Hjá Hawks var Josh Smith með 22 stig, Mike Bibby með 19 og Joe Johnson, sem hefur valdið miklum vonbrigðum í úrslitakeppninni, var aðeins með 11 stig.

 

Denver Nuggets halda sínu striki og lögðu Dallas öðru sinni og aftur með góðum endasprett. Þeir voru undir í upphafi þriðja leikhluta en  tóku þá stjórnina og leiddu allan tímann eftir það. Þeir tóku m.a. 16-2 rispu í upphafi fjórða leikhluta sem gerði út um leikinn. Carmelo Anthony var með 25 stig fyrir Denver, þar af 15 í fjórða leikhluta. Nene Hilari var sömuleiðis með 25 stig, JR Smith var með 21, Chauncey Billups 18 og Kenyon Martin 12.

 

Dirk Nowitzki var með 35 stig fyrir Dallas og Jason Terry var með 21, en annars var lítið í gangi hjá þeim. Munaði þó um að Josh Howard meiddist í upphafi leiks.

 

Tölfræði leikjanna

 

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -