spot_img
HomeFréttirBenetton upp í 4. sæti eftir sigur á Bancatercas

Benetton upp í 4. sæti eftir sigur á Bancatercas

22:44
{mosimage}

(Jón Arnór gerði 2 stig í kvöld)

Fyrsti leikur Jóns Arnórs Stefánssonar með Benetton Treviso í ítölsku deildinni var sigurleikur en Benetton tók á móti Bancatercas Teramo í kvöld og höfðu betur 85-82. Jón Arnór var í byrjunarliði Benetton í kvöld og lék í 21 mínútu í leiknum. Á þeim tíma gerði Jón 2 stig, tók 2 fráköst og var með eina stoðsendingu.

Fyrir leikinn í kvöld voru Benetton menn í 6. sæti deildarinnar en með sigrinum færðist liðið upp í 4. sæti nú þegar ein umferð er eftir í deildinni. Stigahæstur í liði Benetton í kvöld var Sandro Nicevic með 32 stig en í liði Bancatercas var Jaycee Carroll með 26 stig.

Síðasti deildarleikur Benetton er þann 10. maí n.k. á útivelli er liðið mætir La Fortezza Bologna sem eru í pottinum með Benetton og Armani en þessi þrjú lið hafa 34 stig svo um hörkuleik verður að ræða í síðustu umferðinni.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -