18:39
{mosimage}
Sundsvall Dragons varð á dögunum sænskur meistari eftir frábæra úrslitaseríu við Solna Vikings sem lauk í oddaleik í Solna sem Sundsvall sigraði 69-75. Þetta er í fyrsta skipti sem Sundsvall verður sænskur meistari en þeim var sópað í úrslitum í fyrra af Solna.
Fyrir tímabilið keypti Norrköping nokkra af bestu leikmönnum Sundsvall og flestir reiknuðu með að Norrköping yrðu sænskir meistarar en þeir unnu deildina og Solna varð í öðru sæti en Sundsvall í fimmta.
Liam Rush var stigahæstur Sundsvallmanna með 23 stig og Oliver Ilunga skoraði 21 stig. Hjá Solna var Jermaine Flowers með stigahæstur með 16 stig og Saulius Dumbliauskas var með 15.
Mynd: Henrik Smedberg