spot_img
HomeFréttirSundsvall sænskur meistari í fyrsta sinn

Sundsvall sænskur meistari í fyrsta sinn

18:39

{mosimage}

Sundsvall Dragons varð á dögunum sænskur meistari eftir frábæra úrslitaseríu við Solna Vikings sem lauk í oddaleik í Solna sem Sundsvall sigraði 69-75. Þetta er í fyrsta skipti sem Sundsvall verður sænskur meistari en þeim var sópað í úrslitum í fyrra af Solna.

Fyrir tímabilið keypti Norrköping nokkra af bestu leikmönnum Sundsvall og flestir reiknuðu með að Norrköping yrðu sænskir meistarar en þeir unnu deildina og Solna varð í öðru sæti en Sundsvall í fimmta.

Liam Rush var stigahæstur Sundsvallmanna með 23 stig og Oliver Ilunga skoraði 21 stig. Hjá Solna var Jermaine Flowers með stigahæstur með 16 stig og Saulius Dumbliauskas var með 15.

[email protected]

Mynd: Henrik Smedberg

Fréttir
- Auglýsing -