spot_img
HomeFréttirHouston lögðu Lakers

Houston lögðu Lakers

23:37:43
Houston Rockets jöfnuðu metin gegn LA Lakers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með öruggum sigri í kvöld, 99-87. Þrátt fyrir að vera án Yao Ming það sem eftir lifir af úrslitakeppninni lögðust Rockets ekki niður heldur komu til leiks tilbúnir til að láta finna fyrir sér.


Strax í upphafi var tónninn gefinn og Rockets náðu fljótt 22-7 forskoti og litu aldrei til baka. Shane Battier og Aaron Brooks leiddu Rockets sem voru í kvöld fremri Lakers á flestöllum sviðum sem tengjast körfubolta.

 

Brooks var með 34 stig, Battier var með 23 og Louis Scola var með 11 stig og 14 fráköst. Hjá Lakers var Pau Gasol sá eini sem var með lífsmarki, en hann gerði 30 stig. Kobe Bryant var með 15 og Shannon Brown var með 14 stig.

Bæði lið hafa unnið 2 leiki og verður fróðlegt að sjá hvernig Lakers bregðast við á eigin heimavelli í næsta leik.

Tölfræði leiksins


ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -