Fullt nafn: Böðvar E. Guðjónsson
Aldur: 39 ára
Félag: KR
Happatala:13
Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? 13 ára með Fram
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Rick Mahorn
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla? Jón Arnór og Hildur Sigurðardóttir. Þekki ekki nægilega vel til í 1.deild karla til að velja þann leikmann.
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla? Get ekki gert upp á milli Jason Dourisseau og Helga Magnússonar. Kvennamegin er það Slavica Dimovska í Haukum.
Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Guðmundur Þór Magnússon. Hann hefur tekið miklum framförum í vetur.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Ingvar Jónsson
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Benedikt Guðmundsson, Ingi Þór Steinþórsson, Jóhannes Árnason og Hörður Gauti Gunnarsson.
Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? Rick Mahorn
Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? LeBron James
Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Hef farið á nokkra. Sá Jordan m.a. 2svar. Hann kunni leikinn!
Hvert er þitt uppáhalds lið í Evrópuboltanum? CSKA Moskva
Sætasti sigurinn á ferlinum? KR-Grindavík, leikur 5, 2009!
Sárasti ósigurinn? KR-ÍR leikur 3 í fyrra!
Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Golf og kraftlyftingar
Með hvaða félögum hefur þú leikið? Fram og KR
Uppáhalds:
kvikmynd: Goodfellas
leikari: Daniel Day Lewis
leikkona: Sophia Lauren
bók: Að elska er að lifa (Gunnar Dal. Hans Kristján Árnason skráði.)
matur: Matur eldaður með tilfinningum og hlýju
matsölustaður: Fer eftir matseðlinum
lag: In white rooms
hljómsveit: Margar
staður á Íslandi: Jónsnes í Helgafellssveit
staður erlendis: Moskva
lið í NBA: Ekkert eitt lið en heillast af liðum sem þrífast í nálægð við körfuna
lið í enska boltanum: Liverpool
hátíðardagur: Páskadagur
alþingismaður: Mitt atkvæði fer í málefni en ekki einstaklinga
alþingiskona: Sjá svar að ofan
heimasíða: www.kr.is/karfa
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Hringi í Lárus Árnason einvald Bumbunar og nefni upphæð til að tryggja mig í byrjunarliðið og leika amk 39.mínútur.
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Held að menn íhugi meira eftir tapleiki og finni út hvað betur má fara. Það er auðvelt að vera flottur þegar vel gengur en sterkir einstaklingar stíga upp í mótlæti!
Furðulegasti liðsfélaginn? Páll Kolbeinsson. Fannst alltaf jafn furðulegt hvað hann var oft meiddur.
Besti dómarinn í IE-deildinni? Get ekki gert upp á milli Sigmunds og Kristins Óskarsson
Erfiðasti andstæðingurinn? Árni Blöndal a.k.a. Límið. Þú vilt ekki fá þann leikmann á móti þér. Sneggsta fyrsta skref í sögu körfubolta á Íslandi.
Þín ráð til ungra leikmanna? Nýta sumrin vel í æfingar. Setja sér markmið og vinna af heilum hug í því að bæta sig á öllum sviðum.Koma svo með krafti inn í tímabilið og vinna með liðsfélögum og þjálfara til þess að gera atlögu að markmiðum tímabilsins.
(Spurning frá Fanneyju Lind Guðmundsdóttur sem var síðast í 1 á 1)
Á að lækka körfurnar í kvennaboltanum svo MEIRA verði um troðslur;)?
Nei – sniðskotið gefur sama stigafjölda.
Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?
Hvar færðu bestu hamborgara í Evrópu?