18:00
{mosimage}
(Íslensk framtíðarefni í æfingabúðum í Serbíu síðasta sumar)
KFÍ mun standa fyrir æfingabúðum fyrir iðkendur úr yngri flokkum í körfuknattleik, bæði stráka og stelpur á aldrinum 10-17 ára, í körfubolta í júní (7.6. til 14.6). Búðirnar verða í Jakanum, íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði. Borce Ilievski yfirþjálfari KFÍ hefur fengið til liðs við sig þekkta þjálfara frá Serbíu, en tveir þeirra starfa við þjálfun yngri flokka hjá stórliði CSKA Moskva. Þekktastur er Ratko Joksic en hann hefur verið lengi í þessu starfi og er verður að teljast mikill fengur að fá hann til landsins. Hann mun verða faglegur bakhjarl búðanna og halda fyrirlestra fyrir þjálfara sem annað hvort starfa við búðirnar og auðvitað alla þá þjálfara sem verða á Ísafirði sem gestir eða að fylgja sínum iðkendum hingað.
Hugmyndin að þessum æfingabúðum á Ísafirði kviknaði eftir ferðir í æfingabúðir í Serbíu s.l. tvö sumur og var ákveðið að færa þá hugmynd nær okkur á þennan hátt. Búðirnar verða opnar öllum sem áhuga hafa, sama hvaðan þeir koma af landinu. Einnig hefur verið spurst fyrir um þátttöku frá Moskvu svo ef allt fer á besta veg, verða þetta alþjóðlegar æfingabúðir.
Ljóst er að um stórverkefni er að ræða og mikil undirbúningsvinna hefur verið lögð í það. Boðið verður upp á gistingu og fæði í mötuneyti fyrir þá er það vilja. Gistingin verður á Gistivist Menntaskólans á Ísafirði (Edduhótel) og mötuneytið verður þar einnig. Verðið er 40.000 kr. fyrir þá sem verða í búðunum og taka einnig gistingu og fullt fæði.
Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri HSV er verkefnisstjóri búðanna og mun sjá um að taka við bókunum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Kristján í síma 861-4668 eða í netfangið [email protected]
Sjá nánar á heimasíðu KFÍ: http://kfi.is/?detail=2774