spot_img
HomeFréttirJovan Zdravevski í landsliðshóp Makedóníu

Jovan Zdravevski í landsliðshóp Makedóníu

08:55
{mosimage}

(Jovan)

Jovan Zdravevski leikmaður Stjörnunnar hefur verið valinn í 24 manna landsliðshóp Makedóníu fyrir Evrópukeppnina sem fram fer í Póllandi og hefst 7. september. Þetta kemur fram á www.stjarnan-karfa.is

Á stuðningsmannasíðu Stjörnunnar segir:

,,Jovan hefur ekki fengið náð fyrir augum íslenska landsliðsþjálfarans en Jovan er íslenskur ríkisborgari og er löglegur í bæði landsliðin en fari svo að hann leiki fyrir Makedóníu þá verður hann ekki lengur löglegur með íslenska landsliðið. Jovan átti frábært tímabil í vetur og hefur það greinilega ekki farið framhjá mönnum í Makedóníu. Þetta er mikil viðurkennign fyrir Jovan en landslið Makedóníu er mjög sterkt eins og flest lið fyrrum Júgóslavíu. Jovan er annar Stjörnumaðurinn sem valinn er í landsliðshóp í sumar en fyrirliðinn okkar Fannar Helgason var valinn í íslenska hópinn fyrir stuttu.“

www.stjarnan-karfa.is

Fréttir
- Auglýsing -