9:36
{mosimage}
Jón Arnór Stefánsson og félagar í Benetton Trevisio töpuðu fyrir La Fortezza Bologna, 94-81 á útivelli í leik tvö í gær. Jón Arnór skoraði 11 stig á 24 mínútum.
Bologna byrjaði leikinn betur og náði fjótt öruggri forystu sem þeir héldu út leikinn.
Slóvakinn Radoslav Rancik var stigahæstur Benettonmanna með 16 stig og var Jón Arnór annar en Jón var ekki í byrjunarliðinu.
Staðan í öðrum einvígjum er sú að Montepaschi Sienna og Armani J. Milano leiða 2-0 í sínum einvígjum en staðan í einvígi Lottomatica Roma og Angelico Biella er 1-1.
Þriðji leikur Benetton og Bolgona er á morgun.
Mynd: Heimasíða Benetton