spot_img
HomeFréttirLakers tók forustuna gegn Denver

Lakers tók forustuna gegn Denver

11:19
{mosimage}

L.A. Lakers tóku forustuna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í nótt þegar þeir lögðu Denver að velli 103-97.  Leikið var á heimavelli Denver og því óhætt að segja að sigur Lakers hafi verið gríðarlega mikilvægur.  Kobe  Bryant fór á kostum í leiknum og skoraði 41 stig og hirti 6 fráköst sem lagði grunninn að sigri gestana.  Denver hafði frumkvæðið nánast allan leikinn en það var ekki fyrr en að líða tók á fjórða leikhluta að Lakers tókst að komast yfir.  Þar með lauk 16 heimaleikja sigurgöngu Denver manna

Lokamínútur leiksins voru æsispennandi þar sem Denver reyndi allt hvað þeir gátu til þess að tapa ekki leiknum en merkilegt nokk þá má segja að þeir hafi fallið í sömu gryfju og í fyrsta leiknum.  Þegar innan við ein mínúta var eftir og gestirnir höfðu náð forustunni tók Trevor Ariza sig til og stal boltanum nánast nákvæmlega eins og í fyrsta leik liðana eftir innkast á hliðarlínunni.  Segja má að þar hafi Lakers menn tryggt sér sigurinn því Denver sendi þá á línuna það sem eftir lifði leiks og Kobe Bryant setti þau öll ofaní af miklu öryggi.

Eins og fyrr segir var Kobe Bryant yfirburða maður í liði Lakers með 41 stig en næstir voru Pau Gasol með 20 stig og 11 fráköst og Trevor Ariza með 16 stig.  Hjá Denver var Carmelo Anthony óvenju rólegur með 21 stig og þar af aðeins 4 stig í seinni hálfleik.  Næstir voru Chaunsey Billubs með 18 stig og Chris “Birdman” Anderson með 15 stig.  Það dugði Denver lítið þótt 6 leikmenn liðsins tækist að skora 10 stig eða meira  og því ljóst að þeir eiga ærið verkefni fyrir höndum annað kvöld þegar Lakers menn koma aftur í heimsókn.  

Fréttir
- Auglýsing -