11:23
{mosimage}
(Helena gerði 16 stig og tók 10 fráköst í tapleik gegn Möltu)
Keppni í körfubolta er hafin á Smáþjóðaleikunum á Kýpur og var það kvennalandsliðið sem reið á vaðið í morgun gegn Möltu. Íslenska liðið mátti sætta sig við ósigur 53-69 en staðan fyrir fjórða og síðasta leikhluta var 42-38 Möltu í vil sem greinilega hafa spýtt vel í lófana á lokasprettinum.
Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 16 stig og 10 fráköst en næst henni kom Kristrún Sigurjónsdóttir með 14 stig.
Karlalandslið Íslands hefur leik á mótinu kl. 12:00 og mætir þá einnig Maltverjum.
Mynd: Snorri Örn Arnaldsson