18:17
{mosimage}
Jón Orri Kristjánsson sem hætti hjá Þórsurum á Akureyri á dögunum hefur fundið sér nýtt félag og mun leika með KR á næsta tímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.
Jón Orri er 26 ára miðherji en hann skoraði 10 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð auk þess að taka um 7 fráköst í leik. Hann hóf ferilinn á Akranesi en hélt svo í Breiðholtið þar sem hann lék tvö tímabil með ÍR ingum.
Mynd: www.thorsport.is