10:01
{mosimage}
Hamarsstúlkur í Hveragerði halda áfram að styrkja sig, visir.is greinir frá því í dag að landsliðskonan Sigrún Ámundadóttir ætli að leika með liðinu næsta vetur. Hún er þriðji leikmaðurinn sem gengur til liðs við Hamar nú á vormánuðum.
Sigrún sem kemur upprunalega úr Skallagrím lék með Haukum og svo síðast KR þar sem hún var einn af máttarstólpunum.
Í Hamri hittir hún fyrir fyrrverandi þjálfara sinn í Haukum, Ágúst Björgvinsson auk þess sem fyrrum liðsfélagar hennar úr Haukum, Kristrún Sigurjónsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir eru einnig gengnar til liðs við Hamar.
Mynd: [email protected]