Deildarmeistarar Fjölnis hafa samið við Victoria Morris um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild kvenna.
Victoria er bandarískur 173 cm bakvörður sem kemur til liðsins beint úr háskólaboltanum. Á síðasta tímabili lék hún þar með Rutgers skólanum, en árið þar á undan með Old Dominion.
Þá tilkynnti Fjölnir einnig á dögunum að leikmaður þeirra Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verði aðstoðarþjálfari liðsins í vetur ásamt því að spila, en hún mun þá vera nýjum þjálfara deildarmeistarana Kristjönur Eir Jónsdóttur til halds og trausts á fyrsta ári hennar sem þjálfara í Subway deildinni.