spot_img
HomeFréttirMcHale rekinn eftir 15 ár hjá Timberwolves

McHale rekinn eftir 15 ár hjá Timberwolves


Í kunnulegri stellingu á sinum tíma
Fyrrum stórstjarna Boston Celtics. Kevin McHale mun ekki koma til með að stýra liði Minnesota Timberwolves áfram. Þetta kom fram nú í vikunni þegar að McHale og formaður stjórnar Wolves, David Kahn áttu fund. Þar tilkynnti Kahn að starfskrafta McHale væri ekki óskað lengur hjá félaginu og að þeir væru nú að líta í aðrar áttir og að breytinga væri þörf.
McHale hefur verið viðloðinn hjá Minnesota Timberwolves nú í 15 ár og í samtali vestra sagðist hann hafa sagt Kahn að þeir væru að gera mistök með þessari ákvörðun en það væri að sjálfsögðu þeirra að ákveða þessa hluti.  Kahn ítrekaði hinsvegar að McHale væri stórkostleg persóna og ætti alla þá virðingu skilið sem hann fær. Hinsvegar voru engar aðrar skýringar gefnar á því hversvegna kappinn væri ekki endurráðinn. Al Jefferson leikmaður Wolves var í sjokki þegar fjölmiðlar ræddu við hann. „Ég skil að þetta eru viðskipti en ég er í sjokki og í raun mjög vonsvikin með þessa ákvörðun. Ég reyndi að tala fyrir hönd McHale og sagði stjórninni þá skoðun mína að hann ætti að halda áfram.“ Sagði Jefferson. McHale átti stóran þátt í því á sínum tíma þegar hann valdi Kevin Garnett á sínum tíma í nýliðavalinu árið 1995. Við þetta val breytti einu lélegasta liði NBA, úr því að vera með um 20% vinningshlutfall í það að komast reglulega í úrslitakeppnina.  McHale hefur hinsvegar verið gagnrýndur mikið á síðastliðnum árum fyrir skelfilegar ákvarðanir á leikmannamarkaðnum og hámæli þessara gagnrýna komu þegar  McHale skipti stórstjörnu þeirra Kevin Garnett yfir til Boston og fékk í raun lítið í staðinn.

Fréttir
- Auglýsing -