spot_img
HomeFréttirSigurður Þ. Ingimundarson

Sigurður Þ. Ingimundarson


Fullt nafn: Sigurður Þorbjörn Ingimundarson
 

Aldur: 43 

Félag: Solna Vikings 

Hjúskaparstaða: Giftur

Nám/Atvinna: Þjálfari 

Happatala: Sjö og 14 og 4 og 31 og 26 

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? 14 ára í Myllubakkaskóla í Keflavík. Þar var spilaður svakalegur bolti. 

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni?  Háloftafuglinn, Larry Bird. 

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla?  Þeir sem fengu viðurkenningu á KKÍ hófinu. 

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla?  Þeir fengu líka viðurkenningu þar. 

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir?  Fullt af mjög efnilegum leikmönnum og vonandi ná þeir að verða góðir. Má t.d. nefna Hauk Pálsson. 

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Brad Miley minnir mig. 

Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn?  Larry Bird að sjálfsögðu. 

Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? Paul Pierce er bestur og síðan koma aðrir Celtics menn . Svolítið fyrir aftan þá er svo Kobe. 

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik?  Farið á nokkra Celtics leiki og það er alltaf skemmtilegt og ég hvet alla til að fara og sjá þá sem oftast.

Hvert er þitt uppáhalds lið í Evrópuboltanum?
Keflavík. Annars einnig hrikalega flott að horfa á lið eins og CSKA Moskva.
 

Sætasti sigurinn á ferlinum? Allir sigrar eru góðir og það er eitthvað sem menn eiga að sækjast eftir. 

Sárasti ósigurinn? Það er leiðinlegt að tapa. 

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Borðtennis og fótbolti og golf , annars finnst mér íþróttir skemmtilegar. 

Með hvaða félögum hefur þú leikið? Keflavík og Bergás hraðlestinni. 

Uppáhalds:

kvikmynd: Kínverskar karate myndir , illa talsettar.
leikari:  John Lavolle
leikkona: Nina Libolle
bók:  Var að lesa góða bók eftir Stieg Larsson sem heitir karlar sem hata konur.
matur: Núna er það vel grilluð steik.
matsölustaður: Abe og Lues
lag: I was made for dancing
hljómsveit: Hjálmar
staður á Íslandi: Ægisvellir
staður erlendis: Boston
lið í NBA: Boston
lið í enska boltanum: Liverpool og Chesterfield
hátíðardagur: 17. júní, gott að vera Íslendingur
heimasíða: Karfan.is ( er það ekki)
 

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?  Fer gaumgæfilega yfir stöðuna, annars er mitt hlutverk meira að undirbúa aðra fyrir leiki. 

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?  Það má læra af öllum leikjum og það er mjög mikilvægt að menn leggji sig eftir því. 

Furðulegasti liðsfélaginn?  Hjá Bergás eru það félagarnir í HKB. Nonni , Falur og Gauji, því að þeir gefa ekki alltaf á okkur stóru og góðu mennina.

 

Besti dómarinn í IE-deildinni?  Verðlaun gefin fyrir það líka á hófinu. 

Erfiðasti andstæðingurinn?  Er alltaf sá sem verið er að keppa við. 

Þín ráð til ungra leikmanna? Æfa mikið og þegar þú ert búinn að æfa mikið æfðu þá meira og ekkert væl.  

(Spurning frá Helgu Einarsdóttur sem var síðast í 1 á 1)

Hvað þarf að bæta í þjálfun hér heima til þess að íslensku landsliðin bæti sig á erlendum vettvangi? Það er margt gott að gerast en alltaf má gera betur á ýmsum sviðum. Stutta svarið við þessu er: Markvissari afreksþjálfun hjá yngri leikmönnum og alveg upp. Bæta þarf líkamlegt atgervi leikmanna og vinna með hugarþjálfun einnig.

Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1? Ertu ekki örugglega að æfa mikið?

Fréttir
- Auglýsing -