14:28
{mosimage}
Það flaut blek um öll borð í KR heimilinu í gær þegar KR ingar undirrituðu samninga við þrjá leikmenn, einn aðalþjálfara og einn aðstoðarþjálfara. Leikmennirnir eru allt uppaldir KR ingar en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson, Darri Hilmarsson og Finnur Atli Magnússon.
Þá gengu KR ingar frá samningi við Pál Kolbeinsson sem aðalþjálfara meistaraflokks karla og Guðmundur Þór Magnússon skrifaði undir samning sem aðstoðarmaður Páls.
Frá þessu er greint á heimasíðu KR.
Mynd: Ágúst Kárason