spot_img
HomeFréttirFerill Yao Mings í hættu?

Ferill Yao Mings í hættu?

{mosimage}15:36:01
Sá orðrómur gegnur nú fjöllum hærra meðal NBA-spekinga að ferill kínverska tröllsins Yao Mings sé í hættu vegna fótmeiðslanna sem hann hlaut í einvíginu gegn LA Lakers í vor. Hann braut bein í rist og nú hafa læknar víst áhyggjur af því að brotið sé ekki að gróa. Gæti hann því mögulega misst af öllu næsta tímabili og í versta falli á henn ekki afturkvæmt.

 

Nánar hér að neðan…

 

Síðustu tímabil hjá Yao, sem verður 29 ára í haust hafa einkennst af álagsmeiðslum undir lok tímabila. Hann hefur borið þungar byrðar sem lykilmaður í liði Houston og kaldhæðni örlaganna er sú að Tracy McGrady, sem átti að létta á honum hefur ekki síður verið þjakaður af meiðslum.

 

Yao hóf NBA ferilinn þegar hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2002 og lenti ekki í neinum meiðslum fyrr en á fjórða ári sínu og leikurinn endurtók sig næstu þrjú ár á eftir. Hann lék 77 leiki á síðasta tímabili, sem þóttu afar góðar fréttir en svo reið ógæfan yfir einmitt þegar Houston voru til alls líklegir í úrslitakeppninni.

 

Ein af ástæðunum á bak við þessi meiðsli er augljóslega stærð hans, en hann er 228 sm hár og um 140 kíló að þyngd. Svo er enn ótalið það álag sem hefur verið á honum á sumrin þegar kínverska körfuknattleikssambandið hefur pískað honum út í landsliðsverkefnum án tillits til líkamsástands hans.

 

Aðdáendur Houston liggja nú á bæn og bíða góðra frétta, en Yao er ekki aðeins með öflugri miðherjum deildarinnar og einn frægasti íþróttamaður heims, heldur er hann líka drengur góður og vinsæll meðal almennings sem sér loks hylla undir að Yao leiði liðið upp í hóp sterkustu liða deildarinnar á ný.

Ferill Yaos


Mynd/AP

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -