spot_img
HomeFréttirRaheed Wallace til Celtics?

Raheed Wallace til Celtics?


08:13:35
Hinn litríki Rasheed Wallace er að öllum líkindum búinn að semja við Boston Celtics, en það kemur fram í fjölmiðlum vestra í dag. Wallace, sem lék með Detroit Pistons frá árinu 2004 og vann með þeim einn meistaratitil, samdi víst til tveggja ára við Boston og bætist við hóp klassa-leikmanna á síðustu metrum ferils síns sem vilja ólmir bæta við einum titli í safn sitt.

 

Wallace getur leikið stöðu framherja og miðherja og er sérstaklega góð skytta og harður varnarmaður þó hann hafi löngum átt í erfiðleikum með að hemja skap sitt. Hann var með lausan samning við Detroit og var í viðræðum við mörg lið sem vildu fá hann til sín, en Boston lagði mikið kapp á að fá hann og gerðu m.a.s. þá Kevin Garnett, Ray Allen og Paul Pierce út af örkinni til að lokka hann til liðsins.

 

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -