10:15
{mosimage}
Eins og fram kom fyrir helgi hefur landsliðsmaðurinn Jakob Örn Sigurðarson samið við sænsku meistarana í Sundsvall. Karfan.is setti sig í samband við þjálfara liðsins, Peter Öqvist til að forvitnast um hans væntingar til Jakobs og liðsins á næsta tímabili.
Hvað kom til að þið gerðuð Jakobi tilboð?
„Ég hef fylgst með Jakobi undanfarin ár og spjallað við Sigurð umboðsmann hans annað slagið og ég tel nú sé hárrétti tíminn til að fá hann til liðs við okkur.“
Hvaða kosti sérðu í Jakobi?
„Jakob er öruggur leikstjórnandi sem hefur góðan skilning á leiknum, sem gefur okkur stöðugleika í vörn og sókn. Þar að auki er hann mikil þriggja stiga skytta sem gerir hann að mikilli ógn á vellinum. Ég sé hann spila bæði sem leikstjórnanda og skotbakvörð í okkar liði.“
Eru fleiri Íslendingar í sigtinu?
„Við skoðum leikmenn hvaðan af úr heiminum, líka Íslandi, ég held að íslenskur og sænskur kúltúr sér svipaður, bæði innan og utanvallar svo það hentar vel að fá Íslendinga. Við erum þó ekki að reyna að fá aðra Íslendinga eins og er.“
Sagði hinn 33 ára gamli þjálfari að lokum.
Mynd: www.sportsverige.com